Daglegir hættir í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað

Skólastúlkur.

Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var settur í fyrsta sinn 1. nóvember 1930. Nemendur þennan fyrsta vetur voru 20 og var kennt í tveim deildum. Í ársskýrslu 1930-1931 kemur fram að kennarar við skólann voru Sigrún P. Blöndal forstöðukona, Guðrún Jensdóttir settur kennari og Benedikt Blöndal aukakennari. Athygli vekur að kennslugreinar snéru ekki aðeins að heimilishaldi heldur einnig bóklegum greinum:

Forstöðukona kenndi íslenzku í báðum deildum, dönsku í eldri deild, heilsufræði og vefnað í yngri deild.
Guðrún Jensdóttir kenndi matreiðslu, hússtjórn og matarfræði í eldri deild og ræstingu í báðum deildum.
Margrét Guðmundsdóttir kenndi hannyrðir og fatasaum í báðum deildum, dönsku í yngri deild og þvott og aðgerð á fötum í báðum deildum.
Benedikt Blöndal kenndi reikning og efnafræði í yngri deild og bókfærzlu í eldri deild.

Auk þess kenndi Sigríður Vilhjálmsdóttir vélprjón mánaðartíma í yngri deild og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir aðstoðaði við vefnaðarkennslu í 3 vikur. Guttormur Pálsson kenndi reikning í 6 vikur í forföllum Benedikts Blöndals.

Höllin var samkomustaður í húsinu.

Höllin var samkomustaður í húsinu.

Skólastúlkur voru vaktar klukkan hálf átta á morgnana og síðan tók við dagskrá og kennsla allt fram á kvöld. Nemendur áttu að vera komnir til náða klukkan 11 á kvöldin.

Úr skýrslu 1935-1936.

Úr skýrslu 1935-1936.

Að ýmsu er að hyggja á stóru heimili. Listi yfir haustverkin er áhugaverður:

Úr dagbók 1951 - 1952.

Úr dagbók 1951 – 1952.

Skólinn starfar enn árið 2017 en heitir nú Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.

Að störfum í eldhúsi.

Að störfum í eldhúsi.

Lesa má um innréttingar og smíði skólahússins í annarri grein hér á vefnum.

Ljósmyndir: Sveinn Guðnason.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.