Dagskrá

Dagskrármynd

Eftirtalin skjalasöfn verða með opið hús á skjaladeginum, eða bjóða upp á sýningar sem tengjast deginum.

Þjóðskjalasafn Íslands
Laugavegi 162, 105 Reykjavík

Opið hús kl 13:00 – 16:00

Í Þjóðskjalasafni Íslands verða fyrirlestrar og skjalasýning á norræna skjaladeginum. Dagurinn ber yfirskriftina Hús og heimili.

  • Klukkan 14:00 mun Arndís S. Árnadóttir sagnfræðingur flytja fyrirlesturinn „Að lesa í teikningar. Staðnæmst við eldhúsið“.
  • Klukkan 14:30 mun Pétur Ármannsson arkitekt fjalla um húsateikningar sem listrænar og sögulegar heimildir.

Jafnframt verða sýnd margvísleg skjöl úr fórum safnsins.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Héraðsskjalasafn Dalasýslu

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með dagskrá í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 11. nóvember kl. 15:00 á Byggðasafni Dalamanna.

Þar verður fjallað um ýmislegt tengt yfirskrift skjaladagsins „Hús og heimili“. Meðal annars fjallað um uppbyggingu Glæsivalla í Miðdölum, samsetningu á heimilum skv. manntölum, flutninga húsa og heimila og annað sem upp kemur í spjalli.

Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Ekki verður sérstök dagskrá á skjaladaginn 2017 en í tilefni dagsins efnir safnið til sýningar á fyrstu hæð hússins í Brekkugötu 17. Sýningarefnið er í takt við yfirskrift dagsins, hús og heimili, en sýndar eru fjölbreyttar heimildir sem notast má við þegar saga húsa er könnuð. Sýnd eru skjöl og myndir sem varða húsin og heimilin Lundargötu 10, Sandhóla í Eyjafjarðarsveit, Sigurhæðir á Akureyri og Steinsstaði í Öxnadal.

Sýningin er opin virka daga kl 10:00-19:00 og laugardaga kl 11:00-16:00 og stendur til 30. nóvember 2017.