Hér má sjá fyrstu úttektarbókina sem við birtum á vefnum en það er úttektarbók úr Akrahreppi frá 1840 til 1911.

Lýsingar á húsum – Úttektir

Hér má sjá fyrstu úttektarbókina sem við birtum á vefnum en það er úttektarbók úr Akrahreppi frá 1840 til 1911.

Hér má sjá fyrstu úttektarbókina sem við birtum á vefnum en það er úttektarbók úr Akrahreppi frá 1840 til 1911.

Úttektir eru mikilvægar heimildir um húsakost fyrr á tímum. Leiguliðum bar að viðhalda húsum og öðrum mannvirkjum á þeim jörðum sem þeir leigðu. Við leiguliðaskipi voru jarðirnar teknar út af tveimur úttektarmönnum. Annar var hreppstjóri en hinn útttektarmaðurinn var tilskipaður af sýslumanni. Samkvæmt 32. Grein laga um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 1883 skyldu úttektarmenn „… bók hafa, er borgist af sveitarstjóði og sýmaður löggildir; skal rita í hana allar úttektir jarða. Eigi er úttekt lokið fyr, en svo er gjört.“ Samkvæmt 33. Grein sömu laga skyldu úttektarmenn fyrst taka „… út hús þau, er jörðu fylgja og lýsa þeim greinilega, sem og göllum þeim, er á þeim eru. Næst á eptir jarðarhúsum skal taka út önnur mannvirki, þau er jörðu fylgja, svo sem eru túngarðar, vörzlugarðar, matjurtagarðar, fjenaðarrjettir, heygarðar, stíflugarðar og annað þesskonar.“ (Alþingistíðindi 1883 C, Reykjavík, 1883, bls. 429-434. Lögin tóku gildi 1884).

Úttektir gátu einnig verið gerðar þegar verið var að gera upp dánarbú eða við sölu jarða.

Elsta úttekt sem varðveitt er á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, er frá árinu 1711.

Elsta úttekt sem varðveitt er á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, er frá árinu 1711.

Í þessum úttektum er að finna mikilvægar heimildir um húsakynni fyrr á öldum og nota til dæmis fornleifafræðingar gjarnan þessar heimildir þegar þeir eru að vinna að skráningu fornleifa.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga varðveitir úttektarbækur frá gömlu hreppunum í Skagafirði og hefur nú hafið ljósmyndun þeirra. Ætlunin er að gefa almenningi kost á að skoða þessar merku heimildir á vefnum.

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.