Húsið var reist í brekkunni norðvestan við kirkjuna 1920 og bjó þar lengst af Stefán Guðmundsson (1860-1952) sem keypti bæinn 1922, Ewald Sæmundsen hafði látið reisa hann.
„Ýmsir sjúklingar eru mér minnisstæðir, t. d. Stebbi straumur, sem svo var kallaður. Það var hann, sem Kjarval málaði af alveg meistaralegt málverk. Kjarval var einhvern tíma gestur hjá læknishjónunum og kynntist Stebba á sjúkrahúsinu. Stebbi hafði stórar hendur og pataði með þeim út í loftið, þegar hann var alltaf að tala um hvítu merina sína, sem hann hefur ef til vill einhvern tíma átt. Á myndinni sat Stebbi á hvítu merinni með englameyjarnar kringum sig og dýr merkurinnar hér og þar. Kallaði Kjarval málverkið „Hugmyndaflugið hans Stebba“.“ Viðtal við Önnu Reiners (myndin birtist nýlega í sjónvarpinu þar sem fjallað var um Kjarval).
Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu.